Frábćrum ćfingabúđum á Akranesi lokiđ

Æfingabúðum fyrir afrekskrakka í badminton frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi var að ljúka á Akranesi rétt í þessu.

Æfingabúðirnar voru mjög góðar og Badmintonfélag Akraness á hrós skilið fyrir frábært utanumhald og framkvæmd. Yfirþjálfari búðanna var Anders Thomsen frá Danmörku. Helgi Jóhannesson sótti þjálfaranámskeið sem var haldið meðfram búðunum.

Á laugardaginn var haldið mót fyrir þátttakendur búðanna auk nokkurra Skagamanna og þátttakenda sem fara í Nordic Camp búðirnar í Kristiansand seinna í vikunni. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

U13 einliðaleikur hnokka Andri Snær Axelsson,
U13 Einliðaleikur táta Andrea Nilsdóttir.

U15 einliðaleikur sveina Jörgen Geisler Grænlandi,
U15 einliðaleikur meyja Gunnva Jakobsen Færeyjum.

U17 einliðaleikur drengja Róbert Ingi Huldarsson,
U17 einliðaleikur telpna Harpa Hilmisdóttir.

U13 tvíliðaleikur hnokka Andri Snær Axlesson og Patrick Jensen Grænlandi,
U13 tvíliðaleikur táta Erna Katrín Pétursdóttir og Sissal Thomsen Færeyjum.

U15 tvíliðaleikur sveina Bjarni Brimnes Færeyjum og Jörgen Geisler Grænlandi,
U15 tvíliðaleikur meyja Gunnva Jakobsen Færeyjum og Pilunnguaq A. Hegelund Grænlandi.

U17 tvíliðaleikur drengja Magnus Eysturoy Færeyjum og Róbert Ingi Huldarsson,
U17 tvíliðaleikur telpna Cecilia Josefsen Færeyjum og Harpa Hilmisdóttir.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Að lokum þakkar Badmintonsamband Íslands Badmintonfélagi Akraness fyrir frábært samstarf og frábærar æfingabúðir.

Á næsta ári verða æfingabúðirnar á Grænlandi.

Skrifađ 29. júlí, 2013
mg