Hörmulegt slys í Fćreyjum

Tveir aðilar færeyska badmintonsamfélagsins, Vilhjalmur Gregoriussen formaður færeyska badmintonsambandsins og Högni Carlsson fyrrum stjórnarmaður sambandsins, létust í hörmulegu slysi á sunnudaginn. Þeir voru á leið heim af Eyjaleikunum í Bermuda, sem færeyska landsliðið tók þátt í þegar leigubíll sem þeir voru farþegar í frá flugvellinum í Færeyjum fór út af veginum og allir innanborðs létust. Högni var faðir Brynhild Djurhuus Carlsson og Rannva Djurhuus Carlsson sem unnu saman tvíliðaleik kvenna á Eyjaleikunum. Báðir Vilhjalmur og Högni hafa unnið gott og óeigingjarnt starf fyrir badminton í Færeyjum. Badmintonsamband Íslands hefur sent samúðarkveðju til Færeyja og vottað fjölskyldum þeirra samúð.
Skrifađ 24. júlí, 2013
mg