Sumarskóla Badminton Europe lokiđ

Eftir viku af stífum æfingum, félagslífi og keppni er Sumarskóla Badminton Europe lokið.

Æfingar stóðu alla vikuna en síðasta daginn var keppni sem allir þátttakendur skólans tóku þátt í. Ruben Jille frá Hollandi stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik karla og Ellen Mahenthiralingam frá Wales í einliðaleik kvenna.

 

Sumarskóli Badminton Europe 2013

 

Í fyrsta skipti í sögu skólans kláruðu þjálfarar, sem sóttu þjálfaranámskeiðið, fyrsta stig þjálfaramenntunar Alþjóða badmintonsambandsins.

Mikil ánægja var meðal íslensku þátttakendanna sem enduðu ferð sína á því að heimsækja Legoland á leiðinni aftur heim til Íslands.

Smellið hér til að lesa um Sumarskóla Badminton Europe.

Smellið hér til að sjá myndir frá Sumarskólanum.

Skrifađ 21. júlí, 2013
mg