Sumarskóli Badminton Europe hefst á morgun

Á morgun, 13. júlí, hefst Sumarskóli Badminton Europe, sem að þessu sinni verður haldinn í Danmörku. 

Sex þátttakendur fara frá Íslandi, Davíð Phuong TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Vignir Haraldsson TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Lína Dóra Hannesdóttir TBR.

Ivan Falck-Petersen þjálfari Samherja fer á þjálfaranámskeið sem verður haldið um leið og skólinn fer fram en hann verður jafnframt fararstjóri íslenska hópsins. 

Alls taka um 78 manns þátt í skólanum, 51 badmintonspilari, 19 þjálfarar á þjálfaranámskeiði og átta starfsmenn sem starfa við skólann.

Íslenski hópurinn flýgur til Billund á morgun.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.

Skrifađ 12. júlí, 2013
mg