Stórmótin verða í Evrópu

Alþjóða Badmintonsambandið ákváð á fundi sínum fyrir skömmu að Heimsmeistaramótið í badminton árið 2011 verður haldið í London. Evrópubúar eru að sjálfsögðu ánægðir með þessa ákvörðun enda gerir hún badmintonáhugafólki í álfunni auðveldara um vik að geta verið viðstaddir þennan stórviðburð.

Stóru viðburðirnir í badminton heiminum árið á undan og árið á eftir verða einnig í Evrópu því Heimsmeistaramótið 2010 verður haldið í París í Frakklandi og Ólympíuleikarnir 2012 fara fram í London. Frá þessu er sagt á heimasíðu Badmintonsambands Evrópu og Alþjóða Badmintonsambandsins.

Næsta Heimsmeistaramót fer fram á Indlandi árið 2009 en ekkert Heimsmeistaramót er haldið á Ólympíuárinu 2008.

Skrifað 18. desember, 2007
ALS