Árni Ţór lćtur af störfum sem landsliđsţjálfari

Eftir sex ára starf hjá Badmintonsambandi Íslands hefur Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í badminton, ákveðið að láta af því starfi eftir farsælt íþróttastarf hjá sambandinu. Árni hefur þjálfað A-landsliðið og unglingalandslið Íslands undanfarin ár með góðum árangri. Innan skamms tekur nýr þjálfari við báðum badmintonliðunum, en staðan verður auglýst fljótlega.

Kynslóðaskipti eiga sér nú stað í landsliðinu í badminton eins og jafnan gerist. Ragna Ingólfsdóttir hefur lagt spaðann á hilluna eftir gott starf og hinn margfaldi Íslandsmeistari, Helgi Jóhannesson, hefur gert slíkt hið sama.

Það eru spennandi tímar framundan í þessari sívínsælu íþrótt og ríkir mikill metnaður hjá Badmintonsambandinu í að byggja upp enn öflugra starf. Badminstonsambandið þakkar Árna Þór innilega fyrir gott og langt starf í þágu félagsins. Um leið eru Helga Jóhannessyni og Rögnu Ingólfsdóttur þakkað þeirra mikla framlag sem til badmintoníþróttarinnar á Íslandi.

Skrifađ 4. júní, 2013
mg