TBR úr leik í Evrópukeppni félagsliđa

TBR keppti sinn síðasta leik í Evrópukeppni félagsliða í dag gegn UKS Hubal Bialystok frá Póllandi og tapaði 0-7.

Jónas Baldursson keppti einliðaleik við Adrian Dziolko og tapaði 9-21 og 11-21. Bjarki Stefánsson keppti einliðaleik við Mateusz Dubowski og tapaði 21-23 og 10-21.

Margrét Jóhannsdóttir keppti við Alesia Zaitsava og tapaði 12-21 og 14-21. Sara Högnadóttir keppti við Anna Narel og tapaði 12-21 og 10-21.

Tvíliðaleik karla spiluðu Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson gegn Adrian Dziolko og Michal Rogalski og töpuðu 18-21 og 16-21.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Sara Högnadóttir og Sigríður Árnadóttir gegn Alesia Zaitsava og Anna Narel og töpuðu 10-21 og 20-22.

Tvenndarleik spiluðu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir gegn Mateusz Dubowski og Edyta Tarasewicz og töpuðu eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 11-21. 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Í framhaldinu fara tvö lið upp úr hverjum riðli í útsláttarkeppni en úr riðli tvö, sem TBR er í, fara UKS Hubal Bialystok og Team Skælskör-Slagelse upp. Átta liða úrslit og undanúrslit fara fram á morgun, föstudag. Úrslitin fara síðan fram á laugardaginn.

Skrifađ 30. maí, 2013
mg