Tap fyrir Spáni

TBR spilaði annan leik dagsins nú í kvöld gegn spænska liðinu Recreativo les La Orden og tapaði 2-5.

Báðir einliðaleikir kvenna enduðu með sigri Íslendinga en Margrét Jóhannsdóttir vann Noelia Jimenez eftir oddalotu 9-21, 21-19 og 21-12 og Sigríður Árnadóttir vann Cinta Esquivel einnig eftir oddalotu 20-22, 21-15 og 21-11.

Jónas Baldursson tapaði fyrir Pablo Abian 9-21 og 15-21. Bjarki Stefánsson tapaði fyrir Eliezer Ojeda 15-21 og 17-21.

Tvíliðaleik karla spiluðu Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson gegn Adrian Marquez og Eliezer Ojeda og töpuðu 14-21 og 19-21.

Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir spiluðu tvíliðaleik kvenna gegn Haidee Ojeda og Noelia Jimenez og töpuðu 10-21 og 16-21.

Tvennarleik spiluðu Jónas Baldursson og Sara Högnadóttir gegn Pablo Abian og Haidee Ojeda og töpuðu 14-21 og 19-21. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Skrifað 29. maí, 2013
mg