Ragna keppir í Grikklandi á morgun

Alþjóðlega badmintonmótið Hellas Victor International hefst í Thessaloniki í Grikklandi á morgun miðvikudag. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir keppir á mótinu. Ragna er með þriðju röðun í einliðaleik kvenna sem þýðir að líkur eru taldar á því að hún komist í undanúrslit á mótinu. Í fyrstu umferð mætir Ragna leikmanni sem kemst áfram úr undankeppninni sem fram fer í dag þriðjudag. Í undankeppninni keppa 25 stúlkur um átta laus sæti í aðal mótinu. Allar líkur eru á því að það verði danska stúlkan Lotte Bonde sem Ragna mætir. Lotte hefur ekki tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum og er því neðarlega á heimslistanum. Hún tók þó þátt í Iceland Express International í nóvember síðastliðnum þar sem hún var slegin út í annari umferð af Katrínu Atladóttur.

Smellið hér til að skoða niðurröðun Hellas Victor International.

Skrifađ 18. desember, 2007
ALS