Þing Alþjóða Badmintonsambandsins er sett í dag

Í dag hóst þing alþjóða badmintonsambandsins í Kuala Lumpur í Malasíu. Þetta er 74. Þing sambandsins og á því sitja yfir 150 fulltrúar af 179 aðildarlöndum en Kristján Daníelsson formaður Badmintonsambands Íslands situr þingið fyrir Íslands hönd.

Á þinginu verður kosið um nýan forseta alþjóða badmintonsambandsins en búist er við að fyrrum ólympíugullhafinn Poul-Erik Hoyer Larsen verði næsti forseti en hann er jafnframt forseti evrópska badmintonsambandsins. Þá býður sig einnig fram til embættisins Dr. Justian Suhandinata frá Indónesíu.

Á þinginu verður jafnframt tilkynnt hver verður kosinn spilari ársins 2012 auk þess sem konunefndin skipar sess á sunnudeginum.

Á sama stað fer fram heimsmeistarakeppn landsliða í badminton, Sudirman Cup sem 30 lið taka þátt í og hefst á sunnudaginn.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í Sudirman Cup 2013.

Skrifað 17. maí, 2013
mg