Lin Dan ver heimsmeistaratitilinn

Heimsmeistarakeppnin fer fram í Guangzhou í Kína dagana 5. - 11. ágúst næstkomandi.

Lin Dan hefur fjórum sinnum hampað titlinum í einliðaleik og hann mun nú verja titil sinn í heimalandi sínu en hann fékk svokallað "wild card".

Eftir sigur á Ólympíuleikunum í London í fyrra hefur Lin Dan lítið tekið þátt í alþjóðlegum mótum sem varð til þess að hann fékk ekki þátttökurétt í heimsmeistarakeppninni en með þessu wild cardi öðlast hann keppnisrétt.

Því má búast við að einvígi hans og Chong Wei Lee haldi áfram en úrslitaleikur Ólympíuleikanna endaði með sigri Lin Dan eftir oddalotu 15-21, 21-10 og 21-19.

Skrifað 9. maí, 2013
mg