Æfingabúðir á Íslandi í sumar - Árni Þór hefur valið hópinn

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem fer fyrir Íslands hönd í æfingabúðir með Færeyingum og Grænlendingum í júlí. Æfingabúðirnar fara fram á Akranesi dagana 22. - 29. júlí og munu þátttakendur koma frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Æfingabúðirnar eru fyrir aldurshópana U13 til U17.

Hópinn skipa Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axlesson ÍA, Davíð Örn Harðarson ÍA, Erna Katrín Pétursdóttir TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Þórunn Eylands TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS.

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað á vegum BE.  Einn þjálfari fer á námskeiðið frá Íslandi, Írena Rut Jónsdóttir ÍA, en hún sér, ásamt vösku fólk af Skaganum, um æfingabúðirnar.

Yfirþjálfari er  Anders Thomsen frá Danmörku en hann þjálfar á Spáni.

Skrifað 10. maí, 2013
mg