Kári var viđ ćfingar í Mexíkó

Badmintonsambandið í Nuevo Leon í Mexíkó bauð Kára Gunnarssyni Íslandsmeistara í badminton til fylkisins Nuevo Leon í Mexíkó til að sjá um æfingar fyrir Ramon Garrido. Garrido er fæddur árið 1996 og er besti unglingaspilari Mexíkó og mögulega besti spilari landsins.

 

Kári og Ramon

 

Kári komst í kynni við Ramon og fjölskyldu hans í gegnum Pedro Yang frá Guatemala en þeir þekkjast frá Danmörku. Pedro er einnig í Mexikó og þjálfar Ramon í nokkra mánuði.

Kári og félagar hafa dvalist í ólympíuþorpi Nuevo Leon en þar eru aðstæður allar til fyrirmyndar og margir íþróttamenn eru búsettir á svæðinu. Kári og Ramon hafa æft tvisvar á dag, æfingar á morgnanna og leikir á kvöldin.

Kári er nú kominn aftur til Danmerkur og er ánægður með dvölina í Mexíkó.

Skrifađ 2. maí, 2013
mg