Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Rakel og Elín Þóra

Til úrslita léku Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir TBR gegn Snjólaugu Jóhannsdóttur og Karítas Ósk Ólafsdóttur.

Meistaramót Íslands 2013 - Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir 

Rakel og Elín voru sterkari í fyrstu lotunni og sigruðu 21-13. Snjólaug og Karítas komu sterkar tilbaka í annarri lotu og sigruðu þær 14-21. Þurfti því oddalotu til að skera úr um úrslitin og var nokkuð jafnt á flestum tölum upp í 13 en þá sigu þær yngri fram úr og komust í 19-14 og sigruðu að lokum 21-19.

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir TBR. 

Skrifað 14. apríl, 2013
SGB