Helgi og Magnús Ingi vinna í sjöunda sinn í röð

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason TBR urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik. Þeir sigruðu í úrslitum eftir hörkuspennandi viðureign Atla Jóhannesson og Kára Gunnarsson TBR 21-19 og 22-20.

Meistaramót Íslands 2013 - Íslandsmeistarar í tvíliðaleik Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason 

Þetta er tíundi Íslandsmeistaratitill Helga og sjöundi Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvíliðaleik en þeir félagar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í sjö ár í röð.

Skrifað 14. apríl, 2013
mg