Tinna Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki

Í einliðaleik kvenna léku til úrslita Tinna Helgadóttir TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR.

Meistaramót Íslands 2013 - Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna Tinna Helgadóttir 

Tinna sigraði nokkuð örugglega í tveimur lotum. Tinna mætti mjög ákveðinn til leiks og komst í 6 - 0 í fyrstu lotu og leiddi síðan 11 - 4, þrátt fyrir góða baráttu Snjólaugar í síðari hluta lotunnar þá gaf Tinna fá færi á sér og lauk lotunni 21 - 14. Snjólaug byrjaði seinni lotuna betur komst í 1 - 3 en þá kom Tinna sterk til baka og komst í 5 - 3 síðan 7 - 5 og 11 - 6. Tinna slakaði ekkert á í seinni hlutanum og sigraði að lokum 21 - 12.

Tinna Helgadóttir er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna 2013 er þetta í annað skiptið sem hún vinnur Íslandsmeistaratitilinn.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni

Skrifað 14. apríl, 2013
SGB