Kári Íslandsmeistari í einliðaleik karla

Kári Gunnarsson TBR varð rétt í þessu Íslandsmeistari í einliðaleik karla.

Kári mætti í úrslitum Atla Jóhannessyni TBR. Atli byrjaði fyrstu lotuna betur en Kári vann sig inn í leikinn eftir því sem leið á lotuna og vann síðan lotuna 21 - 13. Sama var upp á teningnum í síðari lotu leiksins, Atli byrjaði mun ákveðnari komst í 0 - 5 og síðan 11 - 7. Í síðari hlutanum var Kári hinsvegar mun sterkari og jafnaði leikinn í 16 - 16 og vann síðan lotuna 21 - 18.

Meistaramót Íslands 2013 - Íslandsmeistari í einliðaleik karla Kári Gunnarsson 

Kári Gunnarsson TBR er Íslandsmeistari 2013 en þetta er annað árið í röð sem Kári vinnur titilinn og annar Íslandsmeistaratitill Kára sem býr og æfir í Kaupmannahöfn.

Hérer hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni

 

 

Skrifað 14. apríl, 2013
mg