Magnús og Tinna Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Úrslitum í tvenndarleik í meistaraflokki var að ljúka rétt í þessu. 

Til úrslita spiluðu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR annars vegar og Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir TBR hins vegar. Systkinin Magnús Ingi og Tinna unnu eftir oddalotu 17-21, 21-8 og 21-10.

Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitill þeirra í tvenndarleik.

Skrifað 14. apríl, 2013
mg