Úrslit morgunsins á Meistaramóti Íslands

Í Æðstaflokki karla léku til úrslita í einliðaleik Árni Haraldsson TBR og Skarphéðinn Garðarsson TBR. Fóru leikar þannig að Árni vann í þremur lotum 21 - 9, 16 - 21 og 21 - 17.

Árni Haraldsson TBR er Íslandsmeistari í Æðstaflokki í einliðaleik.

Í Heiðursflokki léku Haraldur Kornelíusson TBR og Gunnar Bollason TBR. Haraldur sigraði í tveimur lotum 21 - 19 og 21 - 16.

Haraldur Kornelíusson er Íslandsmeistari í einliðaleik í Heiðursflokki karla.

Í A-flokki karla léku til úrslita í tvíliðaleik Egill Sigurðsson og Georg Hansen TBR gegn Orra Erni Árnasyni og Valgeiri Magnússyni BH. Orri og Valgeir sigruðu í þremur settum 21 - 18, 7 - 21 og21 - 14.

Orri Örn Árnason og Valgeir Magnússon BH eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik A-flokks karla.

Í B-flokki karla léku til úrslita í tvíliðaleik Reynir Guðmundsson og Óskar Bragason KR gegn Alex Harra Jónsyni og Kolbeini Brynjarssyni TBR. Reynir og Óskar sigruðu í tveimur lotum 21 - 17 og 21 - 14.

Reynir Guðmundsson og Óskar Bragason KR eru Íslandsmeistar í tvíliðaleik B-flokks karla.

Í A-flokki kvenna léku til úrslita í tvíliðaleik kvenna Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH gegn Huldu Lilju Hannesdóttur TBR og Ivalu Birnu Falck-Pedersen Samherja. Anna og Irena sigruðu í tveimur lotum 21 - 18 og 21 - 11.

Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik A-flokks kvenna.

Í B-flokki kvenna léku til úrslita í tvíliðaleik Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir BH gegn Önnu Karen Jóhannsdóttur TBR og Margréti Dís Stefánsdóttur Aftureldingu. Anna og Hulda sigruðu í þremur lotum 21 - 19, 14 - 21 og 21 - 17.

Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir BH eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik B-flokks kvenna.

Í Heiðursflokki léku til úrslita í tvíliðaleik karla Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson TBR gegn Kjartani Nielsen og Óskari Óskarssyni TBR. Gunnar og Haraldur sigruðu í tveimur lotum 21 - 16 og 21 - 15.

Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson TBR eru Íslandsmeistarar í Heiðursflokki í tvíliðaleik karla.

Í tvenndarleik í A-flokki léku til úrslita Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR gegn Frímanni Ferdinandsyni og Önnu Lilju Sigurðardóttir BH. Frímann og Anna Lilja sigruðu í tveimur lotum 21 - 17 og 21 - 16.

Frímann Ari Ferdinandsson og Anna Lilja Sigurðardóttir BH eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik í A-flokki.

Í tvenndarleik í B-flokki léku Daníel Heimisson og Írena Jónsdóttir ÍA gegn Davíð Phuong og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR. Davíð og Arna sigruðu í þremur lotum 22 - 24, 21 - 14 0g 21 - 16.

Davíð Phuong og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR eru Íslandsmeistar í tvenndarleik í B-flokki.

 

Skrifað 14. apríl, 2013
SGB