Öllum leikjum lokiđ á 2. degi Meistaramóts Íslands

Þá er öllum leikjum dagsins lokið á Meistaramóti Íslands en deginum lauk með tvenndarleikjum í meistaraflokki. Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir TBR gegn Bjarka Stefánssyni og Rakel Jóhannesdóttur TBR. Magnús og Tinna sigruðu í tveimur lotum 21 - 12 og 21 - 15.

Í hinni viðureigninni léku Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR gegn Atla Helgasyni og Snjólaugu Jóhanndóttur TBR og þar höfðu Helgi og Elín betur 21 - 18 og 21 - 14.

Í A-flokki karla leika til úrslita í tvíliðaleik Egill Sigurðsson og Georg Hansen TBR gegn Orra Erni Árnasyni og Valgeiri Magnússyni BH.

Í tvenndarleik í A-flokki leika til úrslita Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR gegn Frímanni Ferdinandsyni og Önnu Lilju Sigurðardóttir BH.

Í B-flokki karla leika til úrslita í tvíliðaleik Reynir Guðmundsson og Óskar Bragason KR gegn Alex Harra Jónssyni og Kolbeini Brynjarssyni TBR.

Í tvenndarleik leika Daníel Heimisson og Írena Jónsdóttir ÍA gegn Davíð Phuong og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR.

Byrjað verður á úrslitaleikjum kl. 9 í fyrramálið en úrslit í meistaraflokki hefjast kl. 13:50 með tvenndarleik. Röðunina má finna hér.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts

 

Skrifađ 13. apríl, 2013
SGB