Undanúrslitum í tvíliðaleik í meistaraflokki lokið

Til úrslita í meistaraflokki karla leika Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason TBR en þeir unnu Egill G. Guðlaugsson og Ragnar Harðason ÍA 21 - 12 og 21 -13.

Í hinum undanúrslitaleiknum léku Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR gegn Bjarka Stefánsyni og Daníel Thomsen TBR. Fyrstu lotuna unnu Bjarki og Daníel 21 - 18 en þá næstu unnu Atli og Kári 21 - 17 sem og einnig þriðju lotuna 21 - 17.

Það verða því Atli og Kári sem leika gegn Helga og Magnúsi.

Í undanúrslitum meistaraflokki kvenna léku Tinna Helgadóttir og Erla B. Hafsteinsdóttir TBR gegn Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur. Tinna og Erla unnu fyrstu lotuna en í lotu tvö meiddist Erla og þurfti að hætta leik.

Í hinni viðureigninni léku Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR gegn Margréti Jóhannsdóttir og Söru Högnadóttir TBR. Hér var um hörkuviðureign að ræða sem endaði þannig að Karitas og Snjólaug unnu í þremur lotum 21 - 19, 19 - 21 og 21 - 14.

Til úrslita leika því Elín og Rakel gegn Karitas og Snjólaugu.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts   

Skrifað 13. apríl, 2013
SGB