Undanúrslitum í einliðaleik í A- og B-flokki lokið

Þá er ljóst hverjir leika til úrslita í einliðaleik A og B-flokks á morgun.

 Í A-flokki karla leika Pálmi Guðfinnsson TBR og Kristófer Darri Finnson TBR. Í A-flokki kvenna leika Harpa Hilmisdóttir UMFS og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR.

Í B-flokki karla leika Davíð Phuong TBR og Vignir Haraldsson TBR til úrslita og í B-flokki kvenna leika Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Margrét Nilsdóttir TBR.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts . 

Skrifað 13. apríl, 2013
SGB