Undanúrslitum í einliðaleik í meistaraflokki lokið

Íslandsmeistari meistaraflokks karla í einliðaleik, Kári Gunnarsson TBR er kominn í úrslit eftir að hafa sigrað Egil G. Guðlaugsson ÍA í tveimur lotum 21 - 13 og 21 - 15.

Atli Jóhannesson TBR og Magnús Ingi Helgason TBR mættust í hinum undanúrslitaleiknum sem fór í oddalotu. Magnús byrjaði betur og vann fyrstu lotuna en önnur lota var æsispennandi og jafnt var á öllum tölum lauk með sigri Atla sem spilaði svo af öruggi í þeirri þrðju og mætir því Kára í úrslitum. Úrslit leiksins 21 - 13, 19 - 21 og 15 - 21 Atla í vil eins og áður segir.

 Meistaramót Íslands 2013 - Atli JóhannessonMeistaramót Íslands 2013 - Kári Gunnarsson

Í úrslitum meistaraflokks kvenna í einliðaleik mætast Tinna Helgadóttir TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir en Tinna sigraði Rakel Jóhannesdóttur 21 - 13 og 21 - 12 á meðan Snjólaug vann systur sína Margréti Jóhannsdóttir 21 - 17 og 22 - 20.

Meistaramót Íslands 2013 - Snjólaug JóhannsdóttirMeistaramót Íslands 2013 - Tinna Helgadóttir 

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts

Skrifað 13. apríl, 2013
SGB