Tvenndarleikjum í 8 liđa úrslitum í meistaraflokki lokiđ.

Átta liða úrslitum í tvenndarleik í meistaraflokki er nú lokið.

Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir sigruðu Róbert Þór Henn og Karitas Ósk Ólafsdóttur TBR 21 - 13 og 21 - 10, Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR sigruðu Egill G. Guðlaugsson og Karitas Evu Jónsdóttur ÍA 21 - 13 og 21 - 9. Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR sigruðu hin sí ungu Brodda Kristjánsson og Elsu Nílsen 21 - 14 og 21 - 17. Að lokum sigruðu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR þau Jónas Baldursson og Söru Högnadóttur 21 - 15 og 21 - 16.

Í undanúrslitum mætast Atli og Snjólaug gegn Helga og Elínu og Magnús og Tinna gegn Bjarka og Rakel. Undanúrslit í tvenndarleikjum í meistaraflokki hefjast um kl. 19:00.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts  

Skrifađ 13. apríl, 2013
SGB