Meistaramótið - framhald laugardagur

Átta manna úrslitum í einliðaleik kvenna er lokið og urðu úrslit þau að Tinna Helgadóttir TBR vann Elínu Þ. Elíasdóttur TBR 21 - 9 og 21 - 6, Rakel Jóhannesdóttir TBR sigraði Sunnu Ösp Runólfsdóttir TBR 21 - 11 og 21 - 8, Snjólaug Jóhannsdótir TBR sigraði Karitas Ósk Ólafsdóttir TBR 21 - 15 og 21 - 14 og Margrét Jóhannsdóttir vann Þorbjörgu Kristinsdóttir TBR 21 - 17 og 21 - 11.

Nú standa yfir einliðaleikir í A-flokki karla og B-flokki kvenna.


Fjögurra manna úrslit í hefjast kl. 16. Í einliðaleik í meistaraflokki karla mætast Kári Gunnarsson TBR og Egill G. Guðlaugssyni ÍA og Magnús I. Helgason TBR mætir Atla Jóhannessyni TBR. Hjá konunum mætir Tinna Helgadóttir TBR Rakel Jóhannesdóttir TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR mætir Margréti Jóhannsdóttir TBR.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts 

Skrifað 13. apríl, 2013
SGB