Fyrstu umferđir á Meistaramótinu í fullum gangi.

Keppni á Meistaramóti Íslands í badminton hófst kl. 9 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnafirði á tvíliðaleikjum í B-flokki og tvenndarleikjum í A-flokki.

Klukkan 10 hófust leikir í einliðaleik í meistraraflokki karla. Heiðar Sigurjónsson BH gaf sinn leik gegn Atla Jóhannessyni TBR vegna meiðsla, Kári Gunnarsson TBR vann Bjarka Stefánsson TBR 21 - 14 og 21 - 18, Magnús Ingi Helgason TBR vann Stefán Ás Ingvarsson TBR 21 - 9 og 21 -12, síðasti leikurinn í 8 manna úrslitum fór í oddalotu þar sem Egill G. Guðlaugsson ÍA vann Birkir S. Erlingsson TBR 21 - 17, 11 - 21 og 21 - 13.

Nú standa yfir einliðaleikir í meistaraflokki kvenna og A-flokki karla.

Skrifađ 13. apríl, 2013
SGB