Nýr heimslisti - Ragna upp um eitt sćti

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir hefur hoppað upp um eitt sæti síðan í síðustu viku og er nú númer 56 á listanum og númer 20 á lista yfir leikmenn eingöngu frá Evrópulöndum.

Engin ný mót voru að koma inní útreikningana hjá Rögnu og heldur engin að detta út. Leikmenn í kringum hana á listanum hafa aðeins verið að færast til og er það ástæðan fyrir þessari hreyfingu. Áður en árinu lýkur eiga tvö mót eftir að koma inní útreikningana á stöðu Rögnu á listanum, Ítalska opna og Gríska opna.

Ragna hefur hæðst náð í 37.sæti heimslistans á þessu ári og í 14.sæti yfir leikmenn frá Evrópu.

Smellið hér til að skoða heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Skrifađ 13. desember, 2007
ALS