Leikir U17 landsliđsins á Viktor OLVE mótinu

U17 landslið Íslands keppti í Belgíu á VIKTOR OLVE mótinu um helgina. Spilað var í þriggja manna riðlum í einliðaleik og svo í útsláttarkeppni en í hreinum útslætti í tvíliða- og tvenndarleik.

Alda Karen Jónsdóttir tapaði einum einliðaleik og fékk einn gefinn. Hún spilaði þá í 16 manna úrslitum og tapaði þar fyrir hollenskri stúlku. Harpa Hilmisdóttir vann annan leikinn í riðlinum og komst þá í 32 manna úrslit og tapaði þar fyrir skoskri stúlku. Sigríður Árnadóttir vann báða leikina sína í riðlinum og komst í 16 manna úrslit. Þar tapaði hún fyrir hollenskri stúlku. Jóna Kristín Hjartardóttir tapaði báðum leikjum sínum í riðlinum.

Daníel Jóhannesson og Kristófer Darri Finnsson unnu báðir annan leikinn í riðlum sínum og töpuðu síðan fyrir 16 manna úrslitum. Kristófer tapaði fyrir belgískum strák og Daníel fyrir frönskum. Pálmi Guðfinnsson og Stefán Ás töpuðu báðum leikjum sínum í riðlunum.

Kristófer og Pálmi unnu tvíliðaleik sinn í átta liða úrslitum og komust í fjögurra liða úrslit en töpuðu þeim leik. Stefán Ás og Daníel töpuðu fyrsta leik í átta liða úrslitum. Alda og Harpa hófu leik í 16 liða úrslitum og unnu þann leik en töpuðu í átta liða úrslitum. Jóna Kristín og Sigríður hófu leik í átta liða úrslitum og unnu þann leik en duttu úr leik í fjögurra liða úrslitum.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir hófu leik í 32 liða úrslitum í tvenndarleik. Þau unnu þann leik en duttu úr leik í 16 liða úrslitum. Kristófer og Alda, Pálmi og Harpa og Stefán og Jóna hófu leik í 16 liða úrslitum og töpuðu fyrsta leik í tvenndarleiknum.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja.

 

Skrifađ 2. apríl, 2013
mg