Flottur árangur Margrétar og Söru í EM U19 ára

Margrét Högnadóttir og Sara Högnadóttir kepptu í 16 liða úrslitum í tvíliðaleik í Evrópukeppni U19 ára landsliða nú í morgun.

Þær mættu heimaliði frá Tyrklandi, Busner Korkmaz og Ozge Toyran,en þeim er raðað númer fimm inn í tvíliðaleikinn. Margrét og Sara töpuðu 21-17 og 21-13 og eru því úr leik. Þetta má teljast glæsilegur árangur hjá þeim stöllum.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni U19 ára.

Skrifađ 29. mars, 2013
mg