Kristófer Darri og Margrét F. unnu tvenndarleik sinn

Annar dagur Evrópukeppni U19 ára var að ljúka.

Í einliðaleik kvenna mætti Sara Högnadóttir Nathalie Ziesig frá Austurríki í annarri umferð og tapaði 17-21 og 11-21. Margrét Jóhannsdóttir mætti Marie Batomene frá Frakklandi sem er raðað númer níu inn í keppnina og tapaði fyrir henni 14-21 og 19-21.

Í tvenndarleik mættu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Finnbogadóttir Pirmin Klotznet og Klaudia Grunfelder frá Ítalíu og unnu 21-16 og 21-18. Þau mæta því á morgun Zinukhov Andriy og Gushcha Viktoiya frá Úkraínu. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mættu Felix Burestedt og Klara Johansson frá Svíþjóð og töpuðu 19-21 og 15-21.

Í einliðaleik karla mætti Thomas Þór Thomsen Matthias Almer frá Danmörku, sem er raðað númer eitt í einliðaleik karla, og tapaði 1-21 og 11-21. Stefán Ás Ingvarsson mætti Adam Mendrek frá Tékklandi sem er raðað númer tvö og tapaði 12-21 og 15-21.

Kristófer Darri Finnsson og Stefán Ás Ingvarsson mættu í tvíliðaleik Karabun Henadzi og Vladzislav Naumav frá Belarus og töpuðu mjög naumlega 20-22 og 18-21. Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen mættu Adam Hall og Calum Stevenson frá Skotlandi og töpuðu 13-21 og 13-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni U19 ára.

Á morgun leika Kristófer Darri Finnsson og Margrét Finnbogadóttir í tvenndarleik og Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir í tvíliðaleik.

Skrifađ 27. mars, 2013
mg