Glćsilegur sigur hjá Söru og Margréti

Evrópukeppni U19 ára hófst í dag í Ankara í Tyrklandi.

Sara Högnadóttir átti leik í einliðaleik og mætti Helina Rüütel frá Eistlandi. Sara vann leikinn eftir oddalotu 19-21, 21-16 og 21-18 og er því komin í aðra umferð. Í henni mætir hún Nathalie Ziesig frá Austurríki en sá leikur er á morgun.

Margrét Jóhannsdóttir sat hjá í fyrstu umferð og mætir á morgun Marie Batomene frá Frakklandi en henni er raðað númer níu inn í einliðaleik kvenna.

Margrét og Sara mættu í tvíliðaleik í dag Michaela Mysakova og Veronika Ublova frá Tékklandi og unnu þær auðveldlega 21-9 og 21-8. Í annarri umferð mæta þær Julia Ahlstrand og Elin Svensson frá Svíþjóð.

Sigríður Árnadóttir og Margrét Finnbogadóttir mættu einnig í dag Anastasiya Dmytryshyn og Darya Samarchants frá Úkraínu og töpuðu 7-21 og 11-21. Þær eru því úr leik í tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Í fyrramálið mæta Kristófer Darri Finnsson og Margrét Finnbogadóttir mæta á morgun í tvenndarleik Pirmin Klotznet og Klaudia Grunfelder frá Ítalíu og Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mæta Felix Burestedt og Klara Johansson frá Svíþjóð.

Í einliðaleik karla mætir Thomas Þór Thomsen Matthias Almer frá Danmörku, sem er raðað númer eitt í einliðaleik karla og Stefán Ás Ingvarsson mætir Adam Mendrek frá Tékklandi sem er raðað númer tvö.

Kristófer Darri Finnsson og Stefán Ás Ingvarsson mæta í tvíliðaleik Karabun Henadzi og Vladzislav Naumav frá Belarus og Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen mæta Adam Hall og Calum Stevenson frá Skotlandi.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í Evrópukeppni U19 ára.

Skrifađ 26. mars, 2013
mg