Danir eru Evrópumeistarar U19 ára landsliđa

U19 ára landslið Dana kom einbeitt til leiks í úrslitum á móti Frökkum í dag. Þjálfari Dana, Jim Laugesen, var sjálfur Evrópumeistari árið 1993.

Evrópumeistarar U19 ára landsliða - Danmörk 

Tvenndarleikinn spiluðu Mathias Christiansen og Line Kjærsfeldt en þau unnu Bastian Kersaudy og Anne Tran 21-11 og 21-13. Kjærsfeldt keppti á Iceland International 2010 en hún komst þá í undanúrslit í einliðaleik.

Mathias Mundbjerg vann einliðaleik karla örugglega 21-8 og 21-13 en andstæðingur hans var Jocelyn Deschamp.

Anna Thea Madsen vann Delphine Lansac í einliðaleik kvenna eftir oddalotu 14-21, 22-20 og 21-18.

Með því unnu Danir Frakka 3-0 og hömpuðu Evrópumeistaratitli U19 ára landsliða. 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppninni.

Einstaklingskeppnin hefst nú innan stundar en keppt er í fyrstu umferðum í dag og við eigum keppendur í einliða- og tvíliðaleikleik kvenna. 

Skrifađ 26. mars, 2013
mg