Ragna tapa­i Ý 16 li­a ˙rslitum

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í 16 liða úrslitum á alþjóðlega badmintonmótinu VII Italian International fyrir Elizabeth Cann frá Englandi 21-18 og 21-14. Fyrirfram var talið líklegra að Elizabeth myndi sigra enda er hún 18 sætum ofar en Ragna á heimslistanum. Það að Elizabeth sé önnur besta einliðaleikskona Englendinga segir einnig mikið um það hversu góð hún er því Englendingar eru mjög sterk badmintonþjóð.

Hægt er að fylgjast með framgangi mála í mótinu beint á netinu með því að smella hér.

Næsta mót Rögnu og jafnframt hennar síðasta á þessu ári er Hellas Victor International sem fram fer í Thessaloniki í Grikklandi 19.-22.desember næstkomandi.

Skrifa­ 12. desember, 2007
ALS