Danm÷rk og Frakkland leika til ˙rslita

Í átta liða úrslitum Evrópukeppni U19 ára landsliða unnu Danir Búlgara, Hollendingar Englendinga, Þjóðverjar Tyrki og Frakkar Rússa.

Undanúrslit fóru svo fram í dag. Danir unnu Hollendinga örugglega 3-0 og Frakkar unnu Þjóðverja 3-1. Danir og Frakkar mætast því í úrslitum í fyrramálið.

Danir munu því reyna að verja titil sinn og fyrir viðureignina er líklegt að það takist en Dönum var raðað númer eitt inn í keppnina og Frökkum númer fimm.

Á morgun hefst einstaklingskeppnin en þá mætir Sara Högnadóttir Helina Rüütel frá Eistlandi í einliðaleik. Í tvíliðaleik mætir Sara ásamt Margréti Jóhannsdóttur Michaela Mysakova og Veronika Ublova frá Tékklandi. Margrét Finnbogadóttir og Sigríður Árnadóttir mæta Anastasiya Dmytryshyn og Darya Samarchants frá Úkraínu.

Aðrir íslenskir keppendur eiga fyrsta leik sinn á miðvikudaginn. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun í U19 ára Evrópukeppninni.

Skrifa­ 25. mars, 2013
mg