Aalborg Triton 3 spilar Ý DanmerkurserÝunni nŠsta vetur

Aalborg Triton 3, lið Egils Guðlaugssonar í dönsku deildinni, grúttapaði í gær 0-13 fyrir Skovbakken 3.

Egill spilaði einliðaleik á fyrsta velli og tvíliðaleik karla, einnig á fyrsta velli. Einliðaleikinn spilaði Egill gegn Rasmus Tang Staghøj og tapaði 11-21 og 17-21. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Lasse Todberg gegn Henning Horn Lauritsen og Søren Domdal. Egill og Todberg töpuðu 18-21 og 17-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Þetta var síðasti leikur Aalborg Triton 2 í milliriðli og liðið endaði í sjöunda sæti og mun spila á næstu leiktíð í sömu deild og í vetur. Smellið hér til að sjá stöðuna í milliriðlinum.

Skrifa­ 25. mars, 2013
mg