0-5 tap fyrir Englandi

Íslenska U19 ára landsliðið steinlá fyrir því enska 0-5 í öðrum leik sínum í Evrópukeppni U19 ára landsliða í Tyrklandi í dag.

Sara Högnadóttir tapaði naumlega fyrir Chloe Birch 23-21 og 21-16 í einliðaleik kvenna.

Stefán Ás Ingvarsson tapaði fyrir Alex Lane 21-5 og 21-10 í einliðaleik karla.

Margrét Finnbogadóttir og Margrét Jóhannsdóttir töpuðu 21-13 og 21-14 fyrir Jenny Moore og Williams Victoria í tvíliðaleik kvenna.

Kristófer Darri Finnsson og Thomas Þór Thomsen töpuðu fyrir Sam Parsons og Rhys Walker 21-13 og 21-13 í tvíliðaleik karla.

Í tvenndarleik spiluðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir á móti Tom Wolfenden og Jenny Moore og töpuðu þau Daníel og Sigríður 21-6 og 21-13.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í dag í Evrópukeppni U19 ára landsliða.

Skrifađ 23. mars, 2013
mg