═slenska U19 landsli­i­ ˙r leik eftir tap fyrir Krˇ÷tum

Íslenska U19 ára landsliðið lék sinn síðasta leik gegn Króötum í Evrópukeppni U19 ára landsliða. Króatar sigruðu 5-0.

Daníel Jóhannesson og Sara Högnadóttir töpuðu fyrir Ivan Tucakovic og Katarina Galenic 21-12 og 21-19 í tvenndarleik.

Stefán Ás Ingvarsson tapaði eftir oddalotu í hörkuleik á móti Filip Spoljarec 21-11, 15-21 og 21-10 í einliðaleik karla.

Margrét Jóhannesdóttir tapaði fyrir Maja Pavlinic 21-9 og 21-11 í einliðaleik kvenna.

Kristófer Darri Finnsson og Daníel Jóhannesson töpuðu fyrir Filip Spoljarec og Ivan Tucakovic 21-16 og 21-12 í tvíliðaleik karla.

Í tvíliðaleik kvenna kepptu Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir á móti Maja Pavlinic og Dorotea Sutara og töpuðu Margrét og Sara eftir oddalotu 21-12, 19-21 og 21-16.

Íslenska U19 ára landsliðið er því úr leik í Evrópukeppninni en meðlimir landsliðsins taka öll þátt í einstaklingskeppninni sem hefst á þriðjudaginn. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Skrifa­ 24. mars, 2013
mg