Naumt tap U19 landsliđsins fyrir Svíum

Íslenska U-19 ára landsliðið tapaði naumlega í fyrsta leik sínum í Evrópukeppni U19 landsliða í Tyrklandi fyrir Svíum 3-2.

Margrét Jóhannsdóttir vann Lovisa Johansson í æsispennandi leik eftir oddalotu 21-18, 19-21 og 22-20. Margrét vann síðan ásamt Söru Högnadóttur Klara Johansson og Elin Svenson einnig eftir oddalotu 14-21, 21-19 og 21-15 í tvíliðaleik kvenna.

Stefán Ás Ingvarsson tapaði fyrir Carl Jackob Nilsson 11-21 og 9-21 í einliðaleik en Carl er raðaður númer tvö inn í mótið í einstaklingskeppninni.

Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen töpuðu fyrir Felix Burestedt og Douglas Lidman 15-21 og 10-21 í tvíliðaleik karla.

Kristófer Darri Finnsson og Sara Högnadóttir kepptu við Jonathan Marcus Forsberg og Julia Ahlstrand og töpuðu 17-21 og 11-21 í tvenndarleik.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit íEvrópukeppninni.

Á morgun á liðið leik gegn Englandi sem er raðað númer tvö inn í keppnina.

Skrifađ 22. mars, 2013
mg