Ferđasjóđur íţróttafélaga

Í mars á þessu ári samþykkti ríkisstjórn Íslands að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í sjóðinn en hægt er að sækja um á heimasíðu ÍSÍ með því að smella hér. ÍSÍ leggur mikla áherslu á að sem flestir sæki um í þessa fyrstu úthlutun svo að hægt sé að fá góða mynd af þeim kostnaði sem íþróttahreyfingin er að nota í ferðalög. Hægt er að sækja um allar ferðir sem félög fara út fyrir sitt sveitarfélag á þau mót sem skilgreind eru í umsóknareyðublaði sjóðsins. Þau mót sem badmintonfélög geta sótt um styrk vegna eru Deildarkeppni BSÍ, Íslandsmót, mót á Stjörnumótaröðinni og unglingamót sem gefa stig á styrkleikalista þ.e. A mót unglinga.
Skrifađ 14. desember, 2007
ALS