Úrslit á Meistaramóti BH

Meistaramót BH var um helgina. Mótið er hluti af stjörnumótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik eftir sigur á Róberti Þór Henn TBR eftir oddalotu 13-21, 21-15 og 21-17. Einliðaleik kvenna sigraði Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir sigur á Söru Högnadóttur TBR 21-15 og 21-12. Tvíliðaleik karla sigruðu bræðurnir Helgi og Atli Jóhannessynir TBR eftir sigur á Bjarka Stefánssyni og Ívari Oddssyni TBR 21-10 og 21-17. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Brynja Kolbrún Pétursdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH er þær lögðu Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur TBR að velli 21-16 og 21-17. Tvenndarleik unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR er þau unnu í úrslitum Jónas Baldursson og Söru Högnadóttur TBR 21-14 og 21-17.

Í A-flokki sigraði Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR Kristófer Darra Finnsson TBR eftir oddalotu 21-23, 22-20 og 21-16. Einliðaleik kvenna vann Harpa Hilmisdóttir UMFS Öldu Karen Jónsdóttur 21-18 og 21-14. Tvíliðaleik karla sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR eftir sigur á Sigurði Sverri Gunnarssyni og Þorkeli Inga Erikssyni TBR 21-16 og 22-20. Í tvíliðaleik kvenna unnu Hulda Lilja Hannesdóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Þær unnu í úrslitum Önnu Lilju Sigurðardóttur og Irenu Ásdísi Óskarsdóttur BH eftir æsispennandi oddalotu 21-15, 16-21 og 22-20. Tvenndarleikinn unnu Kristján Daníelsson og Sigrún María Valsdóttir BH eftir oddalotu í úrslitaleik gegn Frímanni Ara Ferdinandssyni og Önnu Lilju Sigurðardóttur BH 21-10, 24-26 og 21-13.

Davíð Phoung TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Vigni Haraldsson TBR í æsispennandi leik 21-19 og 21-19. Arna Karen Jóhannsdóttir TBR vann Margréti Nilsdóttur TBR í einliðaleik í B-flokki kvenna 21-13 og 21-16. Tvíliðaleik karla unnu síðan Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Alex Harra Jónsson og Kolbein Brynjarsson TBR 22-20 og 21-10. Í tvíliðaleik kvenna var keppt í einum riðli og sigurvegarar hans voru Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Irena Rut Jónsdóttir og Daníel Þór Heimisson ÍA en þau unnu Davíð Phoung og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-19, 13-21 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti BH.

Næsta mót á stjörnumótaröð BSÍ verður Límtrésmótið í KR heimilinu við Frostaskjól sunnudaginn 24. mars næstkomandi.

Skrifađ 11. mars, 2013
mg