Aalborg Triton 3 tapaði fyrir Silkeborg BK

Aalborg Triton 3, lið Egils Guðlaugssonar í dönsku deildinni, tapaði í gær fyrir Silkeborg BK 3-10.

Egill spilaði einliðaleik karla á fyrsta velli og tvíliðaleik karla, einnig á fyrsta velli. 

Einliðaleiknum tapaði Egill mjög naumlega í oddalotu fyrir Michael Moesgaard 21-19, 19-21 og 16-21.

Tvíliðaleikinn spilaði Egill með Lasse Todberg gegn Niels Kristensen og Anders Larsen. Egill og Kristensen töpuðu 14-21 og 14-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Eftir leikinn er Aalborg Triton 3 ennþá í sjötta sæti um milliriðilsins sem keppir um að komast upp í þriðju deild. Tvö efstu liðin komast upp en tvær umferðir eru eftir. Smellið hér til að sjá stöðuna í milliriðlinum.

Næsti leikur Aalborg Triton 3 er laugardaginn 3. mars næstkomandi gegn Viby J.2.

Skrifað 25. febrúar, 2013
mg