Ragna sigrađi í fyrstu umferđ í Ítalíu

Alþjóðlega badmintonmótið VII Italian International fer fram í Róm þessa vikuna. Íslandsmeistarinn í einliðaleik kvenna, Ragna Ingólfsdóttir, var að ljúka sínum fyrsta leik á mótinu rétt í þessu. Þar sigraði hún Kati Tolmoff frá Eistlandi 21-17 og 21-15. Kati er níu sætum ofar en Ragna á heimslistanum og því góður sigur fyrir Rögnu.

Ragna er nú komin áfram í aðra umferð mótsins en þar mætir hún ensku stúlkunni Elizabeth Cann sem er önnur besta einliðaleikskona Englendinga. Elizabeth er númer 39 á heimslistanum eða 18 sætum ofar en Ragna og því mjög sterkur leikmaður. Ekki er vitað til þess að þær Ragna og Elizabeth hafi mæst áður í einliðaleik á alþjóðlegu móti. Leikurinn fer fram um kl. 15.30 í dag.

Hægt er fylgjast með framgangi mála beint á netinu með því smella hér. Ýtið síðan á "Live Score" efst í hægra horni síðunnar og þá opnast lítill gluggi með lifandi stigatalningu.

Skrifađ 12. desember, 2007
ALS