Poul-Erik H°yer bř­ur sig fram til formanns Al■jˇ­a Badmintonsambandsins

Poul-Erik Høyer fyrrum Ólympíugullhafi og formaður Evrópska Badmintonsambandsins hefur boðið sig fram til formennsku í Alþjóða Badmintonsambandinu.

Alþjóðasambandið er með skrifstofu í Kuala Lumpur í Malasíu og þar verður ársþing BWF haldið í maí næstkomandi.

Poul-Erik Høyer - forseti Badminton Europe

Poul-Erik Høyer hefur sinnt formennsku í Evrópska Badmintonsambandinu af stakri prýði og hefur stuðning allra Norðurlandanna í sæti alþjóðaformanns. Høyer er talsmaður keppenda og hefur sterkar skoðanir á því að íþróttahallir verði að vera góðar, starfsfólkið hæft og búnaður og menntun þjálfara til fyrirmyndar. Að hans mati á alþjóðasambandið að vinna að þessu og útbreiðslu íþróttarinnar auk annarra mála.

Skrifa­ 25. febr˙ar, 2013
mg