Úrslit Reykjavíkurmóts fullorðinna

Reykjavíkurmót fullorðinna var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema í tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari er hann vann í úrslitum Ragnar Harðarson ÍA 21-13 og 21-17. Hann vann einnig í tvíliðaleik karla ásamt bróður sínum Helga. Þeir bræðurnir unnu Birki Stein Erlingsson og Róbert Þór Henn TBR 21-16 og 21-14. Rakel Jóhannesdóttir TBR varð Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna en hún vann í úrslitum Sigríði Árnadóttur TBR 21-10 og 21-7. Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir TBR urðu Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað í úrslitum Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR eftir oddalotu 21-14, 23-21 og 21-15. Tvenndarleik unnu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR eftir sigur á Margréti Jóhannsdóttur og Daníel Thomsen TBR 21-14 og 21-16.

Atli Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir urðu því öll tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.

Í A-flokki sigraði Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann Sigurð Sverri Gunnarsson TBR í úrslitaleik eftir oddalotu 21-12, 19-21 og 21-10. Einliðaleik kvenna vann Alda Karen Jónsdóttir TBR en hún fékk úrslitaleikinn gefinn. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR eftir sigur á Pétri Hemmingsen og Snorra Tómassyni TBR 21-19 og 21-19. Tvíliðaleik kvenna unnu Hulda Lilja Hannesdóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR eftir sigur á Alexöndru Ýr Stefánsdóttur ÍA og Unni Björk Elíasdóttur TBR 21-18 og 21-13. Tvenndarleik unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Kristófer Darra Finnsson og Margréti Nilsdóttur TBR 21-17 og 21-12.

Kristófer Darri Finnsson er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í A-flokki.

Davíð Phoung TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Vigni Haraldsson TBR í úrslitum 21-18 og 23-21. Einliðaleik kvenna vann Lína Dóra Hannesdóttir TBR en í þeim flokki var keppti í einum riðli. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR en þeir unnu Skagamennina Daníel Þór Heimisson og Halldór Axel Axelsson eftir oddalotu 21-8, 16-21 og 21-16. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Davíð Phoung og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en þau unnu Daníel Þór Heimisson og Irenu Rut Jónsdóttur ÍA 21-12 og 21-19.

Davíð Phoung er þrefaldur Reykjavíkurmeistari.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Reykjavíkurmóti fullorðinna.

Skrifað 24. febrúar, 2013
mg