VŠrl°se tapa­i fyrir Skovshoved 2-4

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, spilaði þriðja leik sinni í umspili úrvalsdeildarinnar í Danmörku í dag. Leiknum, sem var gegn Skovshoved, lauk með tapi Værløse 2-4.

Tinna lék ekki fyrir liðið í þessari viðureign en Værløse vann einliðaleik kvenna sem Tine Baun spilaði og einliðaleik karla sem Kasper Ipsen spilaði fyrir hönd félagsins.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignarinnar við Team Skælskør-Slagelse.

Eftir umferðina er Værløse áfram í 3. sæti umspilsins með 3 stig, Team Skælskør-Slagelse í öðru sæti með átta stig og Skovshoved er áfram í fyrsta sæti og með 13 stig. Odense er í fjórða sæti með 1 stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

 

Skrifa­ 21. febr˙ar, 2013
mg