Dómaranámskeið Badmintonsambandsins

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði föstudaginn 22. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er fyrir verðandi dómara og fer fram í C-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal klukkan 19:30 til 22:00. Dómgæsla fer fram á Reykjavíkurmótinu í TBR húsinu um helgina.

Kennarar námskeiðsins eru dómararnir María Thors og Laufey Sigurðardóttir.

Skráning fer fram með því að senda póst til Badmintonsambandsins í netfangið bsi@badminton.is. Námskeiðið er bæði ætlað spilurum og öðrum sem hafa gaman af badminton.

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 20. febrúar.

Skrifað 18. febrúar, 2013
mg