U19 landsli­i­ vali­

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari í badminton hefur valið landslið skipað leikmönnum í aldursflokknum U19.

Landsliðið heldur til Noregs 16.janúar næstkomandi og leikur þar landsleik við Norðmenn og tekur þátt í opnu unglingamóti. Leikið verður í bænum Sandefjord í Noregi en það er gömul landsliðskona Íslands í badminton Birna Petersen og félagar hennar í  Sandefjord Badmintonklub sem taka á móti okkar fólki.

Árni Þór valdi eftirfarandi leikmenn í liðið: Heiðar B. Sigurjónsson BH, Kristján Huldar Aðalsteinsson ÍA, Pétur Hemmingssen TBR, Ragnar Harðarson ÍA, Róbert Þór Henn ÍA, Sindri Jarlsson UMFA og Una Harðardóttir ÍA.

Skrifa­ 12. desember, 2007
ALS