Tap gegn Búlgaríu

Íslenska landsliðið spilaði seinni leik sinn í Evrópukeppni landsliða í dag gegn Búlgaríu.

Kári Gunnarsson vann einliðaleik sinn gegn Ivan Rusev eftir oddalotu 20-22, 21-16 og 21-12. Það var eini sigur liðsins í keppninni en liðið lenti í mjög erfiðum riðli.

Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir töpuðu tvenndarleik gegn Julian Hristov og Dimitria Popstoikova 9-21 og 17-21.

Margrét Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik kvenna og tapaði fyrir Petya Nedelcheva 12-21 og 6-21.

Mjög naumt var á mununum í tvíliðaleik karla en Kári og Atli Jóhannesson töpuðu mjög naumlega í oddalotu 13-21, 21-19 og 18-21.

Í tvíliðaleik kvenna kepptu Snjólaug og Rakel Jóhannesdóttir gegn Petya Nedelcheva og Dimitria Popstoikova og töpuðu 6-21 og 11-21.

Leikurinn endaði því með sigri Búlgaríu 4-1. Með því hefur íslenska landsliðið lokið keppni.

Engin óvænt úrslit urðu í Evópukeppninni í dag og eru löndin sem hlutu röðun efst í riðlunum átta nema í riðli átta þar sem Tékkland er efst í riðlinum en Skotum var spáð efsta sæti. Tékkland og Skotland eiga eftir að mætast en sá leikur er á morgun.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni landsliða.

Skrifað 13. febrúar, 2013
mg