Hægt að fylgjast með leikjum landsliðsins í beinni

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í Evrópukeppni landsliða hefst nú eftir um það bil eina og hálfa klukkustund.

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu, annað hvort í gegnum Badminton Europe TV eða YouTube. Á undan leiknum fer fram opnunarhátíð Evrópukeppninnar en hana er einnig hægt að horfa á í beinni útsendingu.

Þetta er eini leikurinn fer fram í riðlinum í dag en einungis þrjú lönd eru í riðli þrjú.

Þrír leikir fara fram í Evrópukeppninni í dag, Írland vann Finnland 4-1 og Úkraína er að vinna Belgíu 3-0.

Skrifað 12. febrúar, 2013
mg