Unglingamót UMF Þórs er á morgun

Unglingamót Þórs er á morgun, laugardag, í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Mótið, sem er B&C mót, hefst klukkan 10 með leikjum í U11 og U13.

Keppendur eru 128 frá níu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TBS, UMFE og UMF Þór.

Flokkur U11 er spilaður í riðlum en í öðrum flokkum er keppt í útsláttarkeppni og í einliðaleik fer sá sem tapar fyrsta leik í aukaflokk. Keppt er í flokkum U11 - U17.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 8. febrúar, 2013
mg